Andrea Bergsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea lauk keppni T-11 og Saga T-41 í Las Vegas

Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State tóku þátt í Las Vegas Collegiate Showdown, en mótið stóð 27.-29. október 2019 og varr það síðasta hjá Colorado State á haustönn.

Saga Traustadóttir

Mótsstaður var Boulder Creek golfstaðurinn í Las Vegas, Nevada.

Þátttakendur í mótinu voru 96 frá 18 háskólum.

Andrea lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (77 72 72) og varð T-11 í einstaklingskeppninni, sem er glæsilegur árangur!!! Hún var á besta skori Colorado State.

Saga lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (81 74 74) – átti erfiða byrjun en sýndi karakter og náði að sýna sitt rétta andlit undir lokinn og lauk keppni T-41.

Colorado State varð í 6. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Las Vegas Collegiate Showdown með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót hjá Andreu, Sögu og Colorado State er á vorönn 2020.

Í aðalmyndaglugga: Andrea Bergsdóttir, GKG.