Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2022 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea & félagar í 11. sæti á Clover Cup

Andrea Bergsdóttir, GKG, og félagar í Colorado State tóku þátt í Clover Cup.

Mótið fór fram í Longbow GC í Mesa, Arizona, dagana 11.-13. mars 2022.

Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Andrea lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (74 73 73) og varð T-32 í einstaklingskeppninni.

Hún var á næstbesta skori Colorado State.

Lið Colorado State varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Andreu & Colorado State er 27.-28. mars n.k. í Tennessee.