Særós Eva Óskarsdóttir, GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Allt jafnt hjá Særósu Evu og BU g. Stirling 3-3

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og félagar í Boston University (BU) léku í árlegri holukeppnisviðureign við Stirling háskóla.

Sjá má lið BU sem þátt tók í viðureigninni við Stirling hér að neðan og er Særós Eva 2 f.h.:

Í ár var viðureignin spennandi og þegar 3 leikir voru eftir var Stirling yfir 2,5 stigi g. 0.5 stigi Boston University.

Liðsfélagi Særósar Evu; Annie Sritragul vann sinn leik og annar liðsfélagi Abby Parsons náði hálfu stigi og síðasti leikurinn vannst, þannig að í ár skildu liðin jöfn.

Úrslitin: 3-3.

Mótið fór fram í gær, 1 október í Thorny Lea golfklúbbnum í Massachussetts.

Næsta mót Særósar Evu og félaga í BU er Yale Intercollegiate, sem fram fer 4. október n.k.