Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2022 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: 9 deyja í umferðarslysi þar af 7 á heimleið úr golfmóti

Níu manns létust í árekstri í Vestur-Texas, þar af sex nemendur og þjálfari frá háskóla í Nýju Mexíkó sem voru að snúa heim af golfmóti, að sögn yfirvalda.

Pallbíll fór yfir miðlínu tveggja akreina vegar í Andrews-sýslu og hafnaði á ökutæki, sem flutti liðsmenn í karla- og kven-golfliðum University of the Southwest, sagði Sgt. Steven Blanco hjá almannavarnadeild Texas.

Sex nemendur og einn þjálfari létust í slysinu ásamt ökumanni og farþega í pallbílnum, sagði Blanco. Tveir nemendur voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús, í Lubbock, í lífshættu.

Þetta var erfið og sorgleg aðkoma á vettvang,“sagði Blanco. „Þetta er mjög, mjög sorglegt.

Ekki er vitað til að neinn íslenskur kylfingur spili með háskólaliði The University of the Southwestern.

The University of the Southwestern er einkarekinn, kristinn háskóli staðsettur í Hobbs, Nýju Mexíkó, nálægt landamærum ríkisins við Texas. Liðin áttu að spila á þriðjudagsmóti í Midland College, um 315 mílur (505 kílómetra) vestur af Dallas.

Við erum enn að komast að smáatriðunum um slysið, en við erum niðurbrotin og mjög sorgmædd að heyra um lát nemenda okkar og þjálfara þeirra,“ sagði Quint Thurman háskólaforseti í yfirlýsingu.

Háskólinn sagði á Twitter að unnið væri að því að láta fjölskyldumeðlimi vita af þeim, sem voru í bílsslysinu og ráðgjöf og trúarleg þjónusta yrði í boði á háskólasvæðinu.

Slysið varð á sama svæði – en ekki á sömu akbraut – þar sem þrír létust í nóvember þegar pallbíll hafnaði á skólabíl með meðlimum Andrews High School hljómsveitarinnar.

Hljómsveitarstjóri menntaskólans, skólabílstjórinn og bílstjóri pallbílsins létust allir í slysinu.