Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2019 | 09:50

Bandaríska háskólagolfið: 3 íslenskir kylfingar hefja keppni víðsvegar um Bandaríkin í dag!!!

Íslenskir kylfingar eru fjölmennir í bandaríska háskólagolfinu.

Í dag hefja 3 þeirra keppni.

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu hefja keppni á mótinu Hootie at Bulls Bay, sem fram fer í Awendaw, S-Karólínu og stendur 24.-26. mars 2019. Fylgjast má með þeim Bjarka og Gísla og Kent State með því að SMELLA HÉR: 

Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar taka þátt í Babs Steffens Hatter Collegiate á Daytona Beach í Flórída. Fylgjast má með Helgu Kristínu og Albany í mótinu, sem stendur 24.-25. mars 2019 með því að SMELLA HÉR: