Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: 3 Íslendingar v/keppni í Arizona

Þeir Egill Gunnar Ragnarsson,GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State; Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK eru allir við keppni á Maui Jim Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Mirabel golf- klúbbnum, í Scottsdale, Arizona, dagana 21.-23. september, en mótinu lýkur á morgun.

Þátttakendur í mótinu eru 78 frá 14 háskólum.

Bjarki átti stórglæsilegan 2. hring í dag, kom í hús á 66 glæsihöggum og er samtals búinn að spila á 136 höggum (70 66) og er T-19 í mótinu í einstaklingskeppninni.

Gísli er búinn að spila best Íslendinganna, er 1 höggi á undan Bjarka á 135 höggum (67 68) og er T-12.

Lið Bjarka og Gísla, Kent State er sem stendur T-6 í liðakeppninni.

Egill Gunnar hefir spilað á 140 höggum (73 67) og er T-39; lið hans Georgia State er í 12. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Maui Jim Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Lokahringurinn í Maui Jim Intercollegiate verður spilaður á morgun, sunnudaginn 23. september.