Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur hefur keppni á Pinehurst í dag

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, hefja keppni á Pinehurst Challenge, í Pinehurst, N-Karólínu í dag.

Keppendur eru 100 frá 19 háskólum.

Mótið stendur 9.-10. október og lýkur því á morgun.

Gunnhildur fer út kl. 8:30 að staðartíma í N-Karólínu (sem er kl. 12:30 hér á Íslandi, þ.e. Gunnhildur er að fara út í þessum skrifuðu orðum).

Til þess að fylgjast með gengi Gunnhildar og Elon SMELLIÐ HÉR: