Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno luku leik í 7. sæti á Mountain View Collegiate

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State tóku þátt í Mountain View Collegiate, sem fram fór dagana 20.-21. mars 2015 í Tucson, Arizona, en það var University of Missouri, sem var gestgjafi

Þátttakendur voru 105 frá 20 háskólum.

Guðrún Brá varð T-59 í einstaklingskeppninni þ.e. deildi 59. sæti með 5 öðrum keppendum.

Guðrún Brá lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (78 72 75) og var besti hringur hennar slétt par, 72 högg.

Guðrún Brá var á 4. besta skorinu í liði sínu, en Fresno State varð í 7. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Mountain View Collegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 3. apríl n.k. í Mississippi.