Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur lauk keppni í Kentucky

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Betty Lou Evans Invitational mótinu, sem fram fór 27.-29. september og er rétt ólokið.

Mótsstaður er Big Blue golfvöllurinn í University Club of Kentucky, í Lexington, Kentucky.

Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum.

Það lítur svo út fyrir að Ragnhildur hafi lokið keppni T-32 í einstaklingskeppninni, en sætisröðin er ekki enn komin á hreint því nokkrar eiga eftir að ljúka keppni.

Ragnhildur bætti sig enn á lokahringnum, og fór við það upp um 15 sæti en hún var T-47 eftir 2. keppnisdag og neðarlega eftir þann fyrsta, þar sem hún var ekki að sýna sitt rétta andlit og lék á 81 höggi.

Ragnhildur lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum(81 73 71) – bæting um 10 högg milli 1. og 3. hringjar – Sýnir karakter!!!

EKU er fyrir miðju í liðakeppninni T-6, sem stendur, en sætisröðin ekki komin alveg á hreint sem stendur, fremur en í einstaklingskeppninni.

Sjá má stöðuna á Betty Lou Evans Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót EKU og Ragnhildar er 18. október n.k. í Kentucky.