Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Bogason lauk keppni í Flórída

Stefán Bogason, afrekskylfingur úr GR, hefur nú lokið keppni á Griffin Invitational.

Stefán er í Flórída Institute of Technology háskólanum (skammst. Florida Tech) og keppti sem einstaklingur á Griffin Invitationl.

Mótið fór fram á Streamsong Resort í Bowling Green, Flórída, stóð dagana 18.-19. september og lauk því í gær.

Völlurinn sem spilaður var var Streamsong Blue course, en hann er par-72 og 7176 yarda (þ.e. 6562 metra).

Florida Tech lenti í 7. sæti í liðakeppninni en Stefán, sem spilaði 2 hringi varð í 2. sæti af þeim sem ekki tóku þátt í liðakeppninni, átti 2 flotta hringi upp á 71 og 73!

Sjá má lokastöðuna á Griffin Invitation með því að  SMELLA HÉR:

Næsta mót Florida Tech fer fram dagana 25.-26. september í Georgia.