Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 10:00

USGA minnist þess að 100 ár eru liðin frá því að forgjafarkerfið var tekið upp – 1. grein af 4.

Hér birtist í lauslegri íslenskri þýðingu frábær grein Hunki Yun, blaðafulltrúa bandaríska golfsambandins (ens.: USGA = United States Golf Association), en forgjafarreglur sambandsins, sem allur golfheimurinn lýtur eiga einmitt 100 ára afmæli um þessar mundir. Grein Hunki er nokkuð löng og birtist hér á Golf 1 í 4 hlutum. Hér fer 1. hlutinn:

„Þráin til að keppa er innbyggð í allri íþróttamannslegri hegðun. En oftast er sanngjörn samkeppni aðeins möguleg milli keppenda, sem hafa sömu hæfni.

Í hafnarbolta myndi barn sem á að slá bolta, sem kastað er af atvinnumanni í hafnarbolta, eiga litla möguleika á að hitta boltann. Topp tennisspilari myndi slá högg í uppgjöfum sem meðaltennisgaufari ætti ekkert svar við.

Golf er eina íþróttin þar sem háklassaatvinnukylfingar geta keppt af sanngirni við kylfinga með minni hæfni, jafnvel þótt báðir séu að spila sitt besta golf.  Það er ekki um það að ræða að mega byrja fyrr, að mega draga af sér, allir spila skv. sömu reglunum. Jafnar aðstæður til leiks eru mögulegar vegna forgjarfarreglna bandaríska golfsambandsins, sem fagna 100 ára afmæli nú á árinu 2011.

Forgjafarreglur bandaríska golfsambandsins taka tillit til mismunar á hæfileikum kylfinga, sem og erfiðleikastuðli golfvalla, sem þeir keppa á til þess að ákvarða nákvæmlega forgjöf sem tryggir að báðir aðilar standi jafnir að vígi.

Auðvitað er ekkert kerfi fullkomið, en s.l. 100 ár hefir bandaríska golfsambandið gert margar breytingar og fíneriseringar á forgjafarkerfinu til þess að draga úr óskilvirkninni, sem getur leitt til að sumir kylfingar hagnist á kerfinu umfram aðra. Jafnvel þótt fjölbreytnin sé meiri og útreikningar séu orðnir flóknari þá er grundvöllur kerfisins enn sá sami og hann var þegar stofnað var til kerfisins fyrir öld síðan. Það byggir á heilindum kylfinga, sem afhenda skor sín (og endurskoðun leikfélagans á því) innan golfklúbbs, sem hefir tilskilin leyfi.

Fyrstu árin

Skilvirkni sérhvers forgjafarkerfis byggist á kylfingunum sjálfum og hefir ekki breyst allt frá fyrstu tilraunum til þess að jafna út mismunandi hæfileika, sem án nokkurs vafa átti sér stað eftir að fyrstu kylfingar í Skotlandi sáu samkeppnina og möguleikana í leiknum.

Fyrsta ritaða heimildin um golfforgjöf er hægt að rekja til dagbókar sem Thomas Kincaid, læknanemi í Edinborgarháskóla hélt á 17. öld. Kincaid spilaði á Bruntsfield Links og Leith Links og skrifaði um marga þætti golfleiksins, þ.á.m. útbúnað og tækni.

Þann 21. janúar 1687 skrifaði Kincaid um bestu leiðir til útdeila höggum til þess að hagnast í keppnum:„ Í golfi, hvort heldur sem það er betra að gefa manni 2 holur af 3, eða spila með jöfnum höggafjölda eða fá 3 högg í stað 1 sem hann slær og spila jafnt þannig á hverri holu.” (ens.: At golf, whether it is better to give a man two holes of three, laying equal strokes, or to lay three strokes to his one and play equal for so much every hole.)

Það er enn önnur tilvitnun frá einum af virtustu golfklúbbum heims — the Honourable Company of Edinburgh Golfers — (sem rituð var) næstum 100 árum eftir dagbókarfærslu Kincaid. Þann 30. mars 1782 skrifaði starfsmaður klúbbsins: „Captain Elphinston skorar á  Mr. Allan næsta laugardag, best af 3 hringjum, hálf króna á holu, að hann muni sigra Hr. Allan með kylfunni gegn því að hann kasti og gefi sér hálfa. Ekkert hlaup þegar kastað er! Þessi leikur féll á jöfnu.“ (ens.: „Saturday best of three rounds, half a crown a hole, that he beats Mr. Allan with the Club against his throwing and gives him half one. No running at the throw! That match was halved.“)

Tilvitnunin til kasts gefur til kynna ákveðið stig óreglubundinna óformlegheita varðandi leikinn jafnvel hjá the Honourable Company, klúbbsins sem reit fyrstu golfreglunnar 1744 í keppnum sínum. En í samræmi við allt á þessu tímabili, þá var frjálsleg stefna, sem réði forgjöf á fyrstu vaxtarárum golfsins.

Skv. forgjafarreglum bandaríska golfsambandins eru högg ákveðin skv. einum hundraðshluta (t.d. 15.4) en á 18. og 19. öld var nákvæmnin ekki nærri jafnmikil. Í „The Golfer´s Manual” lýstu Henry Brougham og Farnie 4 algengustu aðferðum til að jafna leik milli manna, en valið stóðu um : 1/3 (gefið var 1 högg á hverjum 3 holum), 1/2 (gefið var 1 högg á hverjum 2 holum); „einu (höggi) meira” (þ.e. gefin var 1 högg á holu); eða „tveimur (höggum) meira” (gefin voru 2 högg á hverja holu).

Það byggðist á mismuninum á hæfninni milli keppandenda og munurinn gat sveiflast mikið milli þeirra sem gáfu og þáðu högg. Þar sem lítilli nákvæmni var fyrir að fara og ekkert staðlað kerfi var til staðar, þá var mikið um samninga fyrir hringi þ.e. um hvaða reglur skyldu gilda í þessum einstaka, tiltekna leik. Sumir segja að flestar keppnir vinnist eða tapist á 1. teig og aldrei voru þetta meiri sannindi en á frumdögum golfíþróttarinnar.

Í þá daga kepptu kylfingar á móti litlum hópum kylfinga í klúbbum sínum. Hvort heldur var í gegnum hringi eða gegnum sögusagnir þá var hæfni hvers kylfings öllum kunn, sem tryggði nokkuð jafna keppni milli klúbbfélaga. Til þessa dags er meginreglan um endurskoðun spilafélaga (á skori spilafélaga síns) hornsteinn forgjafarkerfis bandaríska golfsambandsins.

„Hand in Cap”

Það er áhugavert að taka eftir að meðal allra sem minnast á „forgjöf“ á fyrstu áratugum golfsins, þá var hugtakið „forgjöf” (ens. handicap) aldrei notað. Orðið finnst ekki í golforðabókum fyrr en um 1870.

Hugtakið á uprruna sinn í leik, sem var vinsæll á börum á 17. og 18. öld, sem nefndist „hand in cap”. Leikurinn krafðist 3 aðila: tveggja leikmanna og 1 dómara. Hver leikmaður hafði einn hlut sem hann gat skipst á við hinn og það var á ábyrgð dómarans að ákvarða verðmun á hlutunum.

Leikmennirnir settu pening í pott og síðan hendur sínar í derhúfu (ens. cap). Þegar þeir drógu hendur sínar út, sýndi opinn lófi að gengið væri að (við)skiptunum, meðan hnefi sýndi höfnun. Ef báðir samþykktu — hvort heldur að gengið væri skiptunum eða þeim hafnað —  fékk dómarinn pottinn.

Ef leikmennirnir voru ósammála, þá vann sá leikmaður pottinn sem gekk að samningnum. Lykillinn að leiknum var hversu jafnt dómarinn mat mun á hlutunum sem til skipta voru, þar sem hann græddi aðeins ef báðir aðilar samþykktu. Ef dómarinn var ekki sanngjarn, tapaði hann.

„Hand in cap“ leikurinn  varð seinna þekktur sem  „handicap“ (forgjöf) og orðið var notað í öðru samhengi t.d. í veðmálum… fyrst meðal þeirra sem veðjuðu á veðhlaupahesta árið 1850 og síðan í golfi nokkrum áratugum síðar.

Heimild: PGA