Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 14:30

Neðri deild bandaríkjaþings samþykkir að veita Jack Nicklaus – „Gullna Birninum“ gullnu medalíuna!

Neðri deild Bandaríkjaþings hefir samþykkt að veita golfgoðsögninni  Jack Nicklaus  Gullnu Medalíu Bandaríkjaþings (ens.: Congressional Gold Medal).

Í ræðum á þinginu  var Nicklaus hylltur fyrir golfafrek sín, þ.m.t. sigra á 18 risamótum m.a. fyrir ötula vinnu að mannúðar- og mannréttindamálum. Jack Nicklaus er m.a. í forsvari fyrir  Nicklaus Children’s Health Care Foundation og hefir látið af hendi meira en  $12 milljónir (u.þ.b 250 milljónir íslenskra króna) til styrktar heilbrigðismálum barna.

Gullna Medalía Bandaríkjaþings (ens. The Congressional Gold Meda) er veitt hermönnum sem skarað hafa fram úr, embættismönnum, íþróttafólki og listamönnum.  Hún var síðast veitt árið 2010 og þá öldnum japansk-bandarískum hermönnum, sem þjónuðu landi og þjóð í 2. heimstyrkjöldinni. Það var demókratinn Joe Baca sem lagði frumvarpið fram.

Arnold Palmer hlaut Gullnu Medalíuna 2009. Nicklaus frumvarpið fer nú fyrir efri deildina (ens.: Senate) til samþykktar.