Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2011 | 09:00

Bandaríkjamenn með sterkara lið í Forsetabikarnum að mati Aron Baddeley

Aaron Baddeley hefir sagt Alþjóðaliðið vera veikari aðilann í Forsetabikarskeppninni í keppninni við Bandaríkin, sem hefst á morgun í Ástralíu.

Nýliðinn á mótinu (Aron Baddeley) sagði að þrátt fyrir að 5 Ástralíubúar væru í liðinu, sem hefðu staðarþekkingu á Royal Melbourne, þá væri bandaríska liðið sigurstranglegra.

Alþjóðaliðið hefir aðeins sigrað 1 sinni þegar mótið var fyrst haldið á Royal Melbourne árið 1998 og eins voru liðin jöfn 2003 í Suður-Afríku.

„Ef horft er á söguna hafa Bandaríkin dóminerað Forsetabikarinn og ég held að við komum hingað sem það lið sem ólíklegra er að sigri jafnvel þó við höfum forskot á þá varð varðar þekkingu á golfvellinum,“ sagði Aron Baddley.

„Augljóslega erum við með 5 Ástrali og það hjálpar en við erum enn undir.“

Þrátt fyrir allt þá er þetta fyrsta Forsetabikarskeppni, sem Baddeley tekur þátt í og tvöfaldur meistari Opna ástralska (Baddeley) hlakkar til að spila uppáhaldsleik sinn frá dögum sínum sem áhugamaður; holukeppni.

„Þetta verður öðruvísi, svo mikið er víst“ sagði hann. „Sumar af uppáhaldsminningum mínum er að spila í ríkjamótaröðinni og vera í liðinu með hinum strákunum. Ég hlakka til vikunnar og hafa þennan liðsanda og félagsskap.“

Baddley er í liði með Jason Day, sem er besti kylfingur Ástralíu, í þriðja fjórmenningshollinu, en þeir spila gegn hinum högglanga Dustin Johnson og Matt Kuchar.

„Ég er spenntur fyrir að spila með Jason. Þetta er góð pörun. Jason og ég spilum vel saman,“ sagði Baddeley. „Við setjumst niður og ræðum málin og förum yfir höggin – hver slær hvað og annað í þeim dúr. Við setjum saman gott leikplan og höldum okkur við það. Í síðustu viku spilaði ég við Dustin á Opna ástralska og ég þekki Dustin og Kuch báða nokkuð vel. Þetta verður góður leikur.“

Aron sagði að hann hefði aldrei verið skelfdur vegna hinnar kunnu högglengdar Dustin af teig.

„Maður veit hversu langt hann slær og ég veit að ég get ekki slegið svo langt,“ sagði Aron. „Það skiptir í raun ekki máli, maður verður að halda sér á því stuttslegna og þá er hægt að sigra.“

Heimild: Stuff.nz.com