
Bandaríkin 7 – Alþjóðaliðið 5 eftir 2. dag Forsetabikarsins
Úrslitin í fjórboltaleikjum dagsins á Forsetabikarnum eru þau að enn hefir bandaríska liðið 2 vinnings forskot á Alþjóðaliðið. Staðan eftir 2. dag er 7-5 Bandaríkjunum í vil. Tiger, sem í dag spilaði með Dustin Johnson tapaði leik sínum við Aron Baddeley og Jason Day, en þeir síðarnefndu áttu eina holu á Tiger/Johnson fyrir rest. Þrátt fyrir tapið sýndi Tiger góða takta, setti m.a. niður fuglapútt á erfiðu 4. brautinni, sem var frábært. Fuglapúttið frábæra hjá Tiger má sjá með því að smella HÉR:
Phil Mickelson kallaði aðstæður til spils „geggjaðar“ (ens. crazy) en mjög vindasamt var í Melbourne og hafði Greg Norman vonast til að þær aðstæður væru liði sínu í vil. Það var þó ekki, því aðstæðurnar virtust koma jafnilla við bæði liðin.
Leikar fóru svo að jafnt var með liðunum í dag 3:3, þ.e. hvort lið vann 3 leiki. Bandaríkjamenn sigruðu í eftirfarandi leikjum: Mickelson og Furyk sigruðu Scott og K.T Kim 2&1 og Matt Kuchar og Steve Stricker unnu Robert Allenby og Y.E Yang 4&3. Þriðji sigur Bandaríkjamanna var sigur Bubba Watson og Webb Simpson á Els/Ischikawa 3&1. Aðra leiki sigraði Alþjóðaliðið, sem stóð sig aðeins betur í dag en gær.
Að öðru leyti má sjá stöðuna á Forsetabikarnum með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024