Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2011 | 07:25

Bandaríkin 13 – Alþjóðaliðið 9 – Els/Ishikawa þeir einu sem unnu leik sinn í fjórmenningnum fyrir Alþjóðaliðið

Á 3. degi Forsetabikarsins var keppt bæði í fjórmenningi og fjórbolta.

Alþjóðaliðið var burstað í fjórmenningnum í  Forsetabikarnum. Bandaríska liðið vann alla leiki sína… nema einn: Bill Haas og Matt Kuchar töpuðu fyrir Ernie Els og Ryo Ishikawa 1-0.

„Ég veit að það leit ekkert vel út að tapa fyrstu tveimur leikjunum, en ég fann að Ishikawa var að koma til,“ sagði Els, sem aðeins einu sinni hefir tapað öllum leikjum sínum í Forsetabikarnum, en það var árið 2000, þegar árangur hans var 0-5!

Els, 42 ára hefði auðveldlega getað beðið um að nýjan spilafélaga t.d. landa sinn og skjólstæðing Charl Schwartzel, en þeir eru líka miklir vinir, en Els kaus að halda sig við Ryo… og það borgaði sig… þó það hafi ekki verið auðvelt val að því gefnu að þetta 20 ára japanska golfundrabarn er að spila Royal Melbourne í fyrsta sinn og kom þar að auki allt of seint á æfingu fyrir mótið.

„Þetta er golfvöllur þar sem maður verður virkilega að vita hvert á að slá,“ sagði Els. Jafnvel kaddý Els, Dan Quinn og kaddý Ryo, Hiroyuki Kato þekkja völlinn ekkert sérstaklega vel, þannig að það kom í hlut Els, sem m.a. hefir náð frábæru skori á vellinum, 60 höggum, að leiðbeina. „Ég gat bara séð að Ryo var að ná fótfestu á vellinum,“ sagði Els. „Hann fór að slá svo ótrúlega vel og í dag hafði hann trúnna á sjálfan sig,“ sagði Ernie eftir sigurhringinn.

Ishikawa var sérlega sterkur á flötunum, sýndi stáltaugar, sem yngri leikmenn eru svo frægir fyrir. Fuglapúttið hans á 11. jafnaði fugl bandaríska liðsins og Els/Ishikawa voru þá bara 1 höggi á eftir. Þegar gengið var af 14. flöt voru sigurskor bandaríska liðsins út um allt á skortöflunni:

Hunter Mahan og David Toms höfðu rassskellt Goosen og Schwartzel 5&4.

Simpson og Watson rúlluðu yfir Geoff Ogilvy og Robert Allenby 3&2.

Besta samvinna Bandaríkjanna hinir frábæru Furyk og Mickelson unnu Aaron Baddeley og Jason Day 2&1.

Og jafnvel Tiger Woods/Dustin Johnson liðið skilaði fyrsta sigrinum þ.e. unnu Adam Scott og KJ Choi 3&2.

Smá ljóstýra á dimmum degi Alþjóðaliðsins voru Els/Ishikawa; því bandarísku mótherjar þeirra Kuch og Haas þrípúttuðu á par-5, 15. flötinni  og á 16. flötinni setti Ryo niður meters pútt og vann holuna. Ryo setti  síðan niður frábært 5 metra pútt. á 17. og síðan á 18. þurfti Ryo að setja niður vandasamt 1 metra niðurímóti pútt til þess að vinna leikinn, sem honum tókst!

„Púttin hans minntu mig svolítið á mig í gamladaga,“ sagði Els með brosi, sem endurspeglaði gleðina, sem skein af honum. „Hann (Ryo) er eitt stórt hjarta.“

Segja má um samvinnu Els/Ishikawa að hér fari saman snillingar tveggja tíma.

Í fjórboltaleikjum 3. dags fengu Ryo og Stricker að hvíla. Alþjóðaliðið vann þá meirihluta leikja þ.e. 3 af 5 :

Retief Goosen og Charl Schwartzel sigruðu Webb Simpson og Bubba Watson 2&1.

Kim/Yang sigruðu Woods/Johnson 1&0.

Ogilvie/Choi sigruðu Stricker/Kuchar 1&0.

Baddeley og Day töpuðu hins vegar fyrir Mahan/Haas 2&1.

Adam Scott og Ernie Els töpuðu loks líka fyrir Jim Furyk og Nick Watney 1&0.

Sjá má stöðuna eftir 3. dag Forsetabikarsins með því að smella HÉR: