Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2012 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Lið Ingunnar Gunnars í 4. sæti á 2012 Clover Cup eftir 1. hring

Í dag hófst í Longbow Golf Club í Mesa Arizona, 2012 Clover Cup. Þátttakendur eru 71 frá 12 háskólum. Meðal keppenda er Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman.  Ingunn spilaði 1. hringinn á 78 höggum og telur skor hennar á 1. hring. Furman háskóli er í 4. sæti eftir 1. hring.

Golf 1 óskar Ingunni og liði Furman góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á 2012 Clover Cup smellið HÉR: