Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór spilaði best allra í Nicholls á Carter Plantation Intercollegiate

Íslendingaliðið í Nicholls State University tekur þátt í 2 daga móti, 19.-20. mars 2012: Carter Plantation Intercollegiate. Gestgjafi er golflið Southeastern Louisiana University.

Spilað er á Carter Plantation Golf Course í Springfield, Louisiana. Völlurinn, sem er 8 ára gamall, er einkennisvöllur  David Toms, sem spilar á PGA Tour og er hluti af Louisiana Audubon Golf Trail.

Þau háskólalið sem þátt taka ásamt Nicholls Colonels og gestgjöfunum í Southeastern eru: Arkansas-Little Rock, Central Arkansas, Jackson State, Jacksonville State, ULM, McNeese State, Oakland University og Stephen F. Austin.

Eftir 2 hringi á Carter Plantation Intercollegiate er það Kristján Þór Einarsson, GK, sem búinn er að spila best allra er T-7, á samtals 145 höggum (70 75).

Florentiono Molina Herran er í 38. sæti á 158 höggum (77 81) og Andri Þór Björnsson, GR (79 81)  og Pétur Pétursson, GR (84 76)  deila 42. sæti. Lestina rekur Tanner Manuel í 51. sæti á 168 höggum (88 80).

Eftir 2 hringi á the Carter Plantation Intercollegiate  er Nicholls State University golfliðið í 8.sæti á 622 (310-312).

Heimilid: Nicholls State