Kristján Þór Einarsson, GK og Nicholls State. Mynd: heimasíða Nicholls State
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2012 | 20:20

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór í 3. sæti á Jim West Intercollegiate

Kristján Þór Einarsson, GK og Íslendingaliðið í Nicholls State spilaði 1. hringinn í dag á Jim West Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Victoria Country Club í Victoria, Texas. Þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum og gestgjafi er háskólinn sem Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, stundar nám í og spilar golf með golfliði skólans, Texas State.  Í gær sagði hún enda á Facebook síðu sinni að í dag yrði „Íslendingahittingur.“

Háskólarnir sem þátt taka í Jim West Intercollegiate eru: Cal State Fullerton; Houston Baptist; Houston-Victoria; Idaho; McNeese; Nicholls; Rice; Sam Houston State;  Stephen F. Austin;  Texas State; UTEP og UTSA.

Kristján Þór spilaði á -2 undir pari í dag, glæsilegum 70 höggum og langbest allra í Nicholls State. Hann deilir 3. sæti með 2 öðrum.

Pétur Freyr Pétursson, GR, spilaði á +3 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur T-37.

Andri Þór Björnsson, GR, spilaði á +4 yfir pari, 76 höggum og er T-46.

Lið Nicholls State deilir sem stendur 3. sæti með 2 öðrum háskólaliðum.

Golf 1 óskar Nicholls State góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Jim West Intercollegiate smellið  HÉR: