Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og lið hennar Furman urðu í 6. sæti á John Kirk Intercollegiate

Í dag lauk í  Eagles Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu, John Kirk/Panthers  Intercollegiate, sem  Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og félagar í Furman tóku þátt í.

Ingunn spilaði hringina 3 á samtals +24 yfir pari, samtals 240 höggum (83 77 80).

Lið Furman háskólans varð í 6. sæti af 11 háskólum. Skor Ingunnar taldi.

Til þess að sjá úrslit á John Kirk/Panthers mótinu smellið HÉR: