Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2012 | 01:55

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns og lið UNCG eru í 1. sæti á Southern Conference Champion

Í gær hófst í Moss Creek Golf Club á Hilton Head Island í Suður-Karólínu, Southern Conference Champion. Mótið er 3 daga, stendur frá 15. apríl -17. apríl 2012. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum, þ.ám. taka þátt Berglind Björnsdóttir og félagar í UNCG. Ingunn Gunnarsdóttir tekur ekki þátt en lið hennar í Furman háskóla keppir. Lið Furman er í 3. sæti eftir 1. dag.

Eftir 1. dag er staðan sú að Berglind spilaði á +7 yfir pari 79 höggum og deilir 16. sætinu í einstaklingskeppninni.  Í liðakeppninni er lið Berglindar, UNCG hins vegar í 1. sæti og telur skor Berglindar, þar sem hún var á 4. besta skorinu í liði sínu.

Golf 1 óskar Berglindi góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Southern Conference Champion smellið HÉR: