
Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk leik á SEC Championship
Axel Bóasson, GK og lið hans í Mississippi State tóku þátt í SEC (South Eastern Conference) Championship á Sea Island golfvellinum fræga á St. Simmons Island í Georgíu ríki. Um 60 kylfingar frá 12 háskólum spiluðu í mótinu.
Þetta var ekki mikil frægðarför til Georgiu fyrir Mississippi State háskólann. Lið skólans lenti í síðasta sæti og Axel deildi næstneðsta sætinu. Hann spilaði á samtals +23 yfir pari, 233 höggum (76 80 77). Á skorkorti hans í gær voru 2 skrambar, 3 skollar og 1 fugl og líklega er skorið eitthvað sem Axel vill gleyma, sem fyrst. Það góða er þó að þrátt fyrir slakt gengi bætti Axel sig um 3 högg, frá versta hring sínum, 2. hring, en til þess þarf karakter, sem Axel hefir í ríkum mæli, enda vita allir kylfingar hversu erfitt er að spila þegar ekkert gengur upp.
Axel kemur væntanlega bara sterkur heim til Íslands, en SEC Championship mótið er það síðasta á vordagskránni hjá Bolabítunum í Mississippi State.
Til þess að sjá úrslitin á SEC Championship smellið HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020