Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 13:49

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk leik á SEC Championship

Axel Bóasson, GK og lið hans í Mississippi State tóku þátt í SEC (South Eastern Conference) Championship á Sea Island golfvellinum fræga á St. Simmons Island í Georgíu ríki. Um 60 kylfingar frá 12 háskólum spiluðu í mótinu.

Þetta var ekki mikil frægðarför til Georgiu fyrir Mississippi State háskólann. Lið skólans lenti í síðasta sæti og Axel deildi næstneðsta sætinu.  Hann spilaði á samtals +23 yfir pari, 233 höggum (76 80 77). Á skorkorti hans í gær voru 2 skrambar, 3 skollar og 1 fugl og líklega er skorið eitthvað sem Axel vill gleyma, sem fyrst. Það góða er þó að þrátt fyrir slakt gengi bætti Axel sig um 3 högg, frá versta hring sínum, 2. hring, en til þess þarf karakter, sem Axel hefir í ríkum mæli,  enda vita allir kylfingar hversu erfitt er að spila þegar ekkert gengur upp.

Axel kemur væntanlega bara sterkur heim til Íslands, en SEC Championship mótið er það síðasta á vordagskránni hjá Bolabítunum í Mississippi State.

Til þess að sjá úrslitin á SEC Championship smellið HÉR: