Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson varð í 29. sæti á Memphis Intercollegiate

Í gær lauk í Tennessee í Bandaríkjunum Memphis Intercollegiate, sem fram fór í Colonial Country Club, en mótið fór fram dagana 9.-10. apríl 2012.  Þátttakendur voru 69 frá 12 háskólum og þ.á.m. Axel Bóasson, GK og Mississippi State.

Frá Colonial golfvellinum í Tennessee þar sem árlega fer fram Crowne Plaza mótið á PGA Tour - 5. braut vallarins er talin meðal þeirri erfiðustu í öllum Bandaríkjunum. Mynd: Mississippi State.

Axel, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2011, lauk leik í 29. sæti, sem hann deildi með 2 öðrum.

Axel spilaði á samtals +14 yfir pari, 230 höggum (75 74 81). Axel var á 3. besta skorinu í liði sínu.

Háskólalið Mississippi State varð  í 8. sæti.

Axel og lið Mississippi State á Mephis Intercollegiate. Mynd: Mississippi State.

Til þess að sjá úrslitin í Memphis Intercollegiate smellið HÉR: