Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 22:22

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi er í 33. sæti á Richard Rendleman Inv. eftir 1. dag

Í dag hófst Richard Rendleman Invitational í Salisbury í Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 90 kylfingar úr 18 háskólum. Meðal þátttakenda er Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR. Arnór Ingi spilaði fyrsta daginn á 77 höggum og  deilir 33. sæti, ásamt öðrum, eftir 1. daginn. Arnór er á næstbesta skorinu af liðsfélögum sínum í Belmont Abbey, en liðið er í 9. sæti af háskólunum, sem þátt taka.

Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis á morgun!

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Richard Rendleman Invitational með því að smella HÉR: 

Til þess að sjá umfjöllun Belmont Abbey um mótið smellið HÉR: