Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi í 32. sæti á Bearcat Golf Classic

Í gær hófst í Greenwood, Suður-Karolínu Bearcat Golf Classic. Meðal þátttakenda er Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og lið hans Belmont Abbey. Spilaðir voru 2 hringir í gær og verður lokahringurinn spilaður í dag.

Alls eru þátttakendur um 89  frá 17 háskólum.

Arnór Ingi er á 2. besta skori liðs síns og deilir 32. sæti eftir hringina tvo. Hann spilaði á samtals 150 höggum (75 75).

Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna á Bearcat Golf Classic eftir fyrri daginn smellið HÉR: