Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2012 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri og Kristján Þór spiluðu 1. hring Southland Conference á 77 höggum

Íslendingaliðið í Nicholls State University í Thibodeaux, Louisiana ferðaðist í gær til Mc Kinney í Texas og tekur þar þátt í Southland Conference Championship. Þátt taka 50 kylfingar frá 10 háskólum.

Kristján Þór Einarsson, GK, og Andri Þór Björnsson, GR léku báðir fyrsta hring á +5 yfir pari, 77 höggum. Þriðji Íslendingurinn, Pétur Freyr Pétursson, GR, spilaði veikur, sem greinilega hafði áhrif á leik hans en hann spilaði á +13 yfir pari  85 höggum og er neðstur í mótinu.

Lið Nicholls State háskólans er í næstneðsta eða 9. sæti eftir 1. dag.

Golf 1 óskar þeim Pétri Frey Kristjáni Þór og  Andra Þór og Nicholls State góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring smellið HÉR: