Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 09:40

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn Loftsson í 38. sæti á Linger Longer Intercollegiate

Í gær hófst á Reynolds Plantation í Greensboro, Georgiu, Linger Longer Intercollegiate. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum.  Meðal þátttakenda er Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte.

Eftir 1. dag, þar sem spilaðir voru 2 hringir deilir Ólafur Björn 38. sætinu með 2 öðrum er búinn að spila á samtals +5 yfir pari (76 73).

Charlotte lið Ólafs Björns er í 7. sæti af 12 háskólaliðum, sem þátt taka.

Sjá má stöðuna á Linger Longer eftir 1. dag með því að smella HÉR: