Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2012 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði á 76 höggum á 1. degi Liz Murphy Collegiate Classic

Í dag hófst í Athens í Georgíu, á golfvelli University of Georgia, Liz Murphy Collegiate Classic. Þátttakendur eru 90 frá 18 háskólum.

Meðal þáttakenda eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods og lið Wake Forest.  Cheyenne og Alison Emrey léku best allra í Wake Forest á 1.degi, voru báðar á 73 höggum, + 1 yfir pari en Ólafía á  þriðja besta skorinu, 76 höggum og +4 yfir pari.

Sem stendur eru Alison og  Cheyenne í 25. sæti en Ólafía Þórunn í 52. sæti, en sætisröðin gæti enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka leik.

Aðrar í liði Wake Forest: Marisa Dodd er T-83 og Greta Lange T-88, spiluðu á 80 og 81 höggi.

Sem stendur er lið Wake Forest í 13. af 18 háskólaliðum sem þátt taka. Efst af háskólaliðunum er Alabama í 1. sæti, en þar eru fremstar í flokki Jennifer Kirby, sem spilaði á -6 undir pari, 66 höggum og er í 1. sæti og „pönnukaka“  Brooke Pancake, sem er í 2. sæti á 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Liz Murphy Collegiate Classic smellið HÉR: