Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk leik á NorthropGrumman Regional Challenge
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, bætti sig um 1 högg milli hringja í gær þegar hún kom í hús á 78 höggum á NorthropGrumman Regional Challenge háskólagolfmótinu sem fram fór í Palos Verdes s.l. 3 daga. Alls spilaði Ólafía Þórunn á +18 yfir pari, á samtals 231 höggi (74 79 78). Hún deildi 46. sæti með 2 öðrum Rachel Morris frá Sourthern Cal háskólanum og Rachael Watton frá Denver.
Cheynne Woods, liðsfélagi Ólafíu Þórunnar var á +15 yfir pari, 228 höggum (72 77 79) og besta skori stúlknanna úr Wake Forest.
Wake Forest háskólinn varð í 15. og neðsta sæti í liðakeppninni og munaði 2 höggum á honum og næstneðsta skóla.
Efst í mótinu varð Lindy Duncan úr Duke háskóla á -3 undir pari, samtals 210 höggum (69 71 70) og átti hún 4 högg á næsta kylfing.
Til þess að sjá úrslit á NorthropGrumman Regional Challenge smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023