Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk leik á NorthropGrumman Regional Challenge

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, bætti sig um 1 högg milli hringja í gær þegar hún kom í hús á 78 höggum á NorthropGrumman Regional Challenge háskólagolfmótinu sem fram fór í Palos Verdes s.l. 3 daga.   Alls spilaði Ólafía Þórunn á +18 yfir pari, á samtals 231 höggi (74 79 78). Hún deildi 46. sæti með 2 öðrum Rachel Morris frá Sourthern Cal háskólanum og Rachael Watton frá Denver.

Cheynne Woods, liðsfélagi Ólafíu Þórunnar var á +15 yfir pari, 228 höggum (72 77 79) og besta skori stúlknanna úr Wake Forest.

Wake Forest háskólinn varð í 15. og neðsta sæti í liðakeppninni og munaði 2 höggum á honum og næstneðsta skóla.

Efst í mótinu varð Lindy Duncan úr Duke háskóla á -3 undir pari, samtals 210 höggum (69 71 70) og átti hún 4 högg á næsta kylfing.

Til þess að sjá úrslit á NorthropGrumman Regional Challenge smellið HÉR: