Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2015 | 12:00

GS-ingurinn Baldvin Gunnarsson með ás á Kirkjubólsvelli

Sunnudaginn 22. mars 2015 fór Baldvin Gunnarsson,  GS holu í höggi á þeirri fimmtándu í Sandgerði.

Baldvin er þar með er (sennilega) fyrsti GSingurinn til að fara holu í höggi á árinu 2015.

Baldvin tók þátt í opnu móti í Sandgerði á laugardaginn og lék völlinn svo aftur á sunnudaginn.

Fimmtánda holan er 108 metrar og notaði hann sexjárn við höggið – boltinn stefndi beint á pinna, skoppaði einu sinni og hvarf svo í holuna. Ágætis byrjun á golftímabilinu hjá Baldvin!

Golf1 óskar Baldvin innilega til hamingju með ásinn!!!

Heimild: GS