Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 09:00

Bakið er að reynast Tiger dýrt – fyrirséð tap hans a.m.k. $ 8 milljónir

Bakmeiðslin eru að reynast Tiger Woods dýrkeypt.

Ekki bara er hann að missa af Ryder Cup heldur einnig nokkrum mótum þar sem talið er að hann fái $2 milljónir bara fyrir það að mæta.

Tiger tilkynnti að hann muni ekki snúa sér aftur að golfleik fyrr en í World Challenge móti sínu í Orlando, Flórida, snemma í desember.

Það þýðir að fyrir utan Ryderinn missir hann af the America’s Golf Cup í Argentínu, sem fram fer í fyrsta skiptið í ár og átti Tiger að fá $4 milljónir fyrir það eitt að mæta þar.

Auk þess voru á dagskrá tvö sýningarmót í Asíu, en fyrir að taka þátt í þeim átti Tiger að fá $2 milljónir, fyrir hvort um sig, fyrir það eitt að spila í þeim.

Reyndar er allt á huldu um í hve mörg mót í Asíu Tiger var bókaður; Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg staðfesti við ESPN.com að hann hefði verið bókaður í mörg mót án þess að tiltaka um fjölda þeirra.

Þegar bara eru talin mótin sem vitað er um að Tiger ætlaði að taka þátt í, en ekkert verður af núna, þá er ljóst að tap hans vegna bakmeiðla er a.m.k. $8 milljónir ….. og svo eru virkilega að heyrast raddir að hann dragi sig úr mótum vegna þess að hann sé að spila illa?

Hann er að draga sig úr mótum, því hann er að farast í bakinu og getur ekki spilað eins og hann gerir þegar hann er frískur; hvað þá þegar hann er upp á sitt besta, en þá eru fáir, sem standa honum á sporði!