Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 14:00

Baðfatamódelið danska Nina Agdal stolt af golfskónum sínum

Það er meira en nóg af fallegum módelum um allan heim en ein þeirra virðist þó skara fram úr öðrum en það er danska módelið Nina Agdal.

Fyrir utan alla fegurðina er Nina nefnilega forfallinn kylfingur og þegar hún spilar golf, er hún ekki bara að slaka á og skemmta sér heldur gengur úr skugga um að hún spili nú golfið með stæl!

Nina hefir oftar en ekki birt myndir á Instagram þar sem sjá má hana vera æfa sig í golfi.

Nú nýlega birtust nýjar myndir af Nínu þar sem hún virðist einkum vera stolt af golfskónum sínum en hún skrifaði með myndinni sem hún setti á Instagram: „Golfskórnir mínir eru svalari en ykkar!“

 Sjá má grein Golf Digest um Ninu og myndirnar af henni á Instagram með því að SMELLA HÉR: