Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2019 | 07:00

„Back“ jólabók næsta árs?

Tiger Woods er að skrifa endurminningar sínar, sem til stendur að gefa út.

Endurminningabók Tigers mun bera titilinn „Back“.

HarperCollins Publishers tilkynntu að þeir hefðu þegar keypt réttinn að útgáfu endurminningarbókar Tigers, en eftir er að ákveða hvenær hún kemur út – E.t.v. næstu jól?

Í endurminningabók sinni fjallar Tiger um æsku sína í golfinu fram að því að hann verður yngsti kylfingur til þess að sigra á Masters risamótinu og til þess að verða eini kylfingurinn til þess að sigra í öllum risamótunum í einu. Burt séð frá hápunktum í golfinu verður líka fjallað persónuleg mál Tiger, m.a. erfiðan skilnað og áhrif þess á golf hans.

Fjallað verður um þau meiðsl sem hann hefir þurft að glíma við … og í ljósi þess er titill bókarinnar skondinn „Back“ eða „bakið“ þar sem Tiger hefir þurft að glíma við hvað þrálátustu meiðslin.

En titillinn er tvíbentur því „back“ þýðir s.s. allir enskumælandi vita, einnig endurkoma og er einmitt fjallað í bókinni um endurkomu Tiger þegar hann sigraði í 15. risamóti sinu á þessu ári, 43 ára.

Tiger hefir aðeins tvívegis áður haft samstarf varðandi bækur um sjálfan sig en það eru  How I Play Golf“ sem kom út 2001 og gefin var út í samvinnu við ritstjóra Golf Digest og bókin „The 1997 Masters: My Story“ sem Tiger ritaði ásamt Lorne Rubenstein.

Ég hef verið í kastljósi fjölmiðla í langan tíma og vegna þess hafa verið gefnar út bækur og greinar og sjónvarpsþættir um mig, sem flestir hafa verið með rangfærslur, hafa getið sér til um atriði og beinlínis verið rangir,“ sagði Tiger.

Þessi bók er svo sannarlega mín saga. Hún er sögð í mínum orðum og tjáir mínar hugsanir. Hún (kemur til með) að lýsa hvernig mér líður og hvað gerðist í lífi mínu. Ég er stöðugt að vinna í mér og ég hlakka til að halda áfram ferlinu og skapa bók, sem fólk vill lesa.

Tiger hefir sigrað 81 sinnum á PGA Tour og á bara eftir 1 sigur til þess að jafna við met Sam Snead um flesta sigra á PGA Tour mótum, þegar hann snýr til aftur til keppni í Japan í næstu viku.