Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 11:00

LET: Azahara Muñoz sigraði á Opna franska

Lacoste Ladies Open de France mótið m.ö.o. Opna franska fór fram dagana 2.-5. október og lauk í gær í Chantaco Golf Club, í Saint-Jean-de-Luz, Aquitaine, í Frakklandi.

Það var spænski kylfingurinn Azahara Muñoz sem sigraði en hún lék samtals á 11 undir pari, 269 höggum (67 68 67 67).

Öðru sætinu deildu þær Amy Boulden frá Wales og spænski kylfingurinn María Hernandez, báðar á 10 undir pari.

Í 4. sæti varð enski kylfingurinn Florentyna Parker á samtals 9 undir pari og í 5. sæti varð „heimakonan“ Isabelle Boineau á samtals 8 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lacoste Ladies Open de France SMELLIÐ HÉR: