
Axel Þór Rúdolfsson, GR, sigraði á Opna Vetrarmóti Korpu
Opna vetrarmót Korpu var haldið í gær, laugardaginn 12.nóvember, í ótrúlegri blíðu og fallegu veðri. Kylfingar mættu spenntir til leiks, enda ekki oft sem þeir geta spilað golf hér á Íslandi í nóvember. Alls voru 100 kylfingar sem tóku þátt, þar af 5 konur. Veitt voru verðlaun fyrir 1.-3. sæti í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.
Axel Þór Rúdolfsson, GR, kom, sá og sigraði á Opna Vetrarmótinu í Korpunni í gær. Hann vann höggleikinn, kom í hús á glæsilegum 74 höggum. Jafnframt sigraði hann í punktakeppninni – hlaut 38 punkta, en tók ekki verðlaun fyrir punktana, enda ekki hægt að taka verðlaun bæði fyrir besta skor og 1. sæti í punktakeppni.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Besta skor: Axel Þór Rúdolfsson GR 74 högg.
Punktakeppni:
1.sæti: Björn Sigurður Vilhjálmsson GR 38 punktar
2.sæti: Gústav Alfreðsson GR 38 punktar
3.sæti: Haraldur Þórðarson GKB 38 punktar
Nándarverðlaun:
3.braut: Karl J Karlsson GR 20 cm
6.braut: Elmar Atlason GK 89 cm
9.braut: Páll Eyvindsson GR 2,44 m
13.braut: ————
16.braut: Helgi Róbert Þórisson GKG 2,06 m
Heimild: grgolf.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023