Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2011 | 09:00

Axel Þór Rúdolfsson, GR, sigraði á Opna Vetrarmóti Korpu

Opna vetrarmót Korpu var haldið í gær, laugardaginn 12.nóvember, í ótrúlegri blíðu og fallegu veðri. Kylfingar mættu spenntir til leiks, enda ekki oft sem þeir geta spilað golf hér á Íslandi í nóvember. Alls voru 100 kylfingar sem tóku þátt, þar af 5 konur. Veitt voru verðlaun fyrir 1.-3. sæti í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.

Axel Þór Rúdolfsson, GR, kom, sá og sigraði á Opna Vetrarmótinu í Korpunni í gær. Hann vann höggleikinn, kom í hús á glæsilegum 74 höggum. Jafnframt sigraði hann í punktakeppninni – hlaut 38 punkta, en tók ekki verðlaun fyrir punktana, enda ekki hægt að taka verðlaun bæði fyrir besta skor og 1. sæti í punktakeppni.

Úrslitin voru eftirfarandi:

Besta skor: Axel Þór Rúdolfsson GR 74 högg.

Punktakeppni: 
1.sæti: Björn Sigurður Vilhjálmsson GR 38 punktar
2.sæti: Gústav Alfreðsson GR 38 punktar
3.sæti: Haraldur Þórðarson GKB 38 punktar

Nándarverðlaun:
3.braut: Karl J Karlsson GR 20 cm
6.braut: Elmar Atlason GK 89 cm
9.braut: Páll Eyvindsson GR 2,44 m
13.braut: ————
16.braut: Helgi Róbert Þórisson GKG 2,06 m

Heimild: grgolf.is