Axel og Tinna stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2015
Í gær 28. október 2015 fór fram uppskeruhátið GSÍ og var keppnistímabilið 2015 gert upp.
Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2015 koma bæði úr Golfklúbbnum Keili, Axel Bóasson og Tinna Jóhannsdóttir.
Axel Bóasson er m.a. núverandi Íslandsmeistari í holukeppni, en Íslandsmótið í holukeppni fór að þessu sinn fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Jafnframt varð Axel í 2. sæti á sjálfu Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fór nú í ár á Garðavelli á Akranesi, en hann hefir áður orðið Íslandsmeistari í höggleik árið 2011, en þá fór mótið fram á Hólmsvelli í Leiru. Jafnframt er Axel nú nýlega búinn að ávinna sér rétt til að spila á Nordic League mótaröðinni næsta keppnistímabil, sem er stórglæsilegur árangur, en mótaröðin er ágætis stökkpallur og æfing fyrir Evrópumótaröðina.
Hér má geta að Axel er frábær púttari og bar hann m.a. sigur úr býtum í hinu geysisterka Áramótapúttmóti í ár, sem Golfklúbburinn Keilir stendur fyrir árlega. Æfingar flestra nú í vetur takmarkast við inniæfingar og má vel sjá hér, að það að æfa vel stuta spilið og púttin sannar hið margkveðna að æfingin skapar meistarann – hér stigameistara Eimskipsmótaraðarinnar.

Á mynd f.v. Haukur Örn, forseti GSÍ, Kristján Þór, GM, sem varð í 2. sæti á stigalistanum, Axel Bóasson, GK stigameistari Eimskipsmóta-raðarinnar og Ólafur William Hand, fulltrúi Eimskips. Á myndina vantar Benedikt Sveinsson, klúbbmeistara GK 2015, sem varð í 3. sæti stigalistans. Mynd: Golf 1
Efstu menn á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í karlaflokki:
1. Axel Bóasson, GK 5880.00 stig.
2. Kristján Þór Einarsson, GM 4590.00 stig.
3. 3. Benedikt Sveinsson, GK 4030.00 stig.
Í fjórða sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar 2015 varð síðan Aron Snær Júlíusson, GKG og í fimmta sæti Stefán Már Stefánsson, GR.

Á mynd f.v.: Ólafur William Hand, fulltrúi Eimskips; Anna Sólveig Snorradóttir, GK 3. sæti; Tinna Jóhannsdóttir, GK stigameistari kvenna á Eimskipsmótaröðinni 2015 og Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í höggleik 2015 og Haukur Örn, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1
Í kvennaflokki voru 3 efstu á stigalistanum úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði – frábær árangur það hjá Keiliskonum!!!
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fagnaði stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015.
Þetta er í fyrsta sinn sem Tinna nær stigameistaratitlinum, en fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989.
Tinna sigraði á tveimur mótum á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en hún sigraði á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2015, sem var lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Nýherjamótinu.
Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hefur oftast verið stigahæst í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni eða níu sinnum alls, þar á eftir kemur Ólöf María Jónsdóttir, GK með sex stigameistaratitla.
Karen Guðnadóttir úr GS varð stigameistari í fyrra en hún endaði í fimmta sæti á þessu tímabili og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR varð í 4. sæti.
Efstu 3 á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokki eru eftirfarandi:
1. sæti Tinna Jóhannsdóttir, GK 6465.00 stig
(4. sæti á Egils-Gullmótinu, 1. sæti Securitasmótinu, 8. sæti Símamótinu, 9. sæti Íslandsmótinu í holukeppni, 5. sæti á Íslandsmótinu í golfi, 1. sæti á Nýherjamótinu).
2. sæti Signý Arnórsdóttir, GK 5817.50 stig
3. sæti 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 5486.25 stig.
*************************************************
Ólafur William Hand, fulltrúi Eimskips hélt ræðu áður en efstu menn á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar voru verðlaunaðir og kom þar m.a. fram að honum fyndist að bæjarfélög mættu standa veglegar að því að styðja golfíþróttina, en fyrirtækin í landinu væru hins vegar að hans mati að standa sig vel í því efni.
Er algerlega hægt að taka undir með Ólafi í því að Eimskip hefir staðið sig framúrskarandi í því að styðja golfíþróttina á alla enda og kanta. Eimskip styður m.a. veglega við bakið á afrekskylfingunum okkar, m.a. í því að fyrirtækið er eitt af stofnfyrirtækjum Forskots, sem hefir auðveldað mörgum afrekskylfingnum þáttöku í mótum erlendis, sem er gríðarlega dýrt. Verður Eimskip seint fullþakkaður stuðningur sem fyrirtækið veitir golfinu og er vonandi að Eimskip verði áfram sá trausti bakhjarl golfíþróttarinnar, sem hann hefir verið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


