Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 07:00

Axel náði ekki niðurskurði í Fleesensee

Axel Bóasson, GK, tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee G&CC, í Þýskalandi.

Úrtökumótið fer fram dagana 13.-16. september og lýkur í dag.

Axel lék 3 hringi og komst ekki í gegnum niðurskurð í gær.

Hann lék á samtals 8 yfir pari, 226 höggum (75 76 73). Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari eða betra, sem þýðir að Axel hefði þurft að spila 5 höggum betur til að ná inn.

Lokahringurinn verður leikinn í dag og má sjá stöðuna fyrir þann hring með því að SMELLA HÉR: