Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2016 | 07:00

Axel lauk keppni T-17 á Made in Denmark

Axel Bóasson lauk keppni s.l. laugardag á Made in Denmark í Skjoldenæsholm í Danmörku, en mótið stóð dagana 4.-8. ágúst 2016.

Axel lék á samtals 3 undir pari, 212 höggum (68 73 71) og varð T-17 þ.e. deildi 17. sætinu með 11 öðrum keppendum.

Axel hlýtur 3525 stig fyrir þátttöku í mótinu og er nú í 89. sæti á stigatöflu Nordic Golf League.

Sigurvegari mótsins varð heimamaðurinn Daníel Løkke, úr Holstebro golfklúbbnum en hann lék á samtals 10 undir pari, líkt og Svíinn Niklas Lindström og varð því að koma til bráðabana milli þeirra sem Løkke hafði betur í.

Til að sjá lokastöðuna á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: