Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 14:30

Ecco Tour: Axel á 68 e. 1. hring Made in Denmark mótsins

Axel Bóasson, GK, tekur þátt í  Made in Denmark European Tour Qualifier mótinu, sem er hluti Ecco Tour.

Mótið stendur 4.-6. ágúst 2016.

Axel lék 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum, en völlurinn, sem hann spilaði á er par-71 Skjoldenæsholm Old Course í Skjoldenæsholm Golf Center, í Jystrup, Danmörku.

Skjoldenesholm Golf Center

Skjoldenesholm Golf Center í Jystrup, Danmörku.

Á hringnum fékk Axel 5 fugla, 11 pör og 2 skolla og er sem stendur T-13 (ritað kl. 14:30)

Sjá má stöðuna í Made in Denmark mótinu með því að SMELLA HÉR: