Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2015 | 10:30

Ástralska PGA: Kráka flýgur burt með bolta kylfings

Aumingja Sam Eaves var í rólegheitum að keppa á Australian PGA Championahip, á Royal Pines Resort, þegar kráka ein blandaði sér í leik hans.

Hún greip bolta hans þar sem hann lenti eftir teighöggið og flaug í burtu með boltann, settist upp í tre og missti boltann þar úr goggi sér vel utan vallar.

Skv. golfreglunum hlaut Eaves frídropp.

Eaves lauk 2. hringnum á 73 höggum og komst ekki í gegnum niðurskurð.

Til að sjá myndskeið af krákunni fljúga burt með bolta Eaves SMELLIÐ HÉR: