Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2016 | 09:00

Ástralasíutúrinn: Jordan Spieth sigraði á Opna ástralska í bráðabana

Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna ástralska (ens.: Emirates Australian Open).

Jordan Spieth

Jordan Spieth

Spieth lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum(69 70 68 69), en það gerðu einnig heimamennirnir Ashley Hall og Cameron Smith

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og þar þurfti aðeins að spila 18. holuna 1 sinni, því Spieth náði fugli sem Hall og Smith tókst ekki.

Þekktir ástralskir kylfingar deildu m.a. 4. sætinu þar sem eru Rod Pampling, Aaron Baddeley og Geoff Ogilvy, ásamt óþekktari áströlskum kylfingum Jason Scrivener og Jason Fox, en þessir 5 léku allir á samtals 10 undir pari.

Adam Scott varð T-14 á samtals 6 undir pari (73 65 71 73).

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ástralska SMELLIÐ HÉR: