Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2022 | 07:00

Ástralasíutúrinn: Harrison Crowe sigraði á NSW Open

Það var áhugamaðurinn Harrison Crowe sem sigraði á NSW Open, sem er mót á Ástralasíumótaröðinni og varð þar með aðeins 6. áhugamaðurinn til þess að sigra í mótinu

Sigurskor Crowe á Concord vellinum í Sydney, Ástralíu var 18 undir pari, 195 högg (62 64 67).

Merkilegt nokk, var Crowe aðeins með einn skolla í öllum þremur sigurhringjum sínum.

Verðlaunafé í mótinu voru 400.000 ástralskir dalir (u.þ.b. 40 milljónir íslenskra króna).

Crowe er aðeins 20 ára, fæddur 15. október 2001.

Mótið átti að vera frá 17.-20. mars, en var stytt í 3 hringi vegna veðurs.

Kannski að Crowe sé næsti stórkylfingurinn frá Ástalíu og feti í fótspor Greg Norman, Adam Scott og Cam Smith?

NSW Open var komið á laggirnar árið 1931 og hafa stór nöfn í golfinu sigrað margoft í mótinu. Mætti þar nefna: Norman Von Nida, sem sigraði 6 sinnum, Jim Ferrier og Frank Phillips sigruðu 5 sinnum í mótinu og Greg Norman, 4 sinnum.

Sjá má lokastöðuna á NSW Open með því að SMELLA HÉR: