Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2022 | 10:05

Ástralasíutúrinn: Collyer og Crowe leiða í hálfleik á NSW Open

Það eru þeir Blake Collyer og Harrison Crowe, sem leiða í hálfleik á NSW Open.

Báðir hafa þeir spilað á samtals 14 undir pari; Collyer (66 62) og Crowe (64 64).

Collyer átti sérlega glæsilegan 2. hring – og  setit nýtt vallarmet í Concord golfklúbbnum í NSW.

Dimitrios Papadatos, Jarryd Felton, Jordan Zunic og Deyen Lawson eru T-3; allir aðeins 1 höggi á eftir.

NSW Open var komið á laggirnar árið 1931 og hafa stór nöfn í golfinu sigrað margoft í mótinu. Mætti þar nefna: Norman Von Nida, sem sigraði 6 sinnum, Jim Ferrier og Frank Phillips sigruðu 5 sinnum í mótinu og Greg Norman, 4 sinnum.

Sjá má stöðunaá NSW Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Blake Collyer.