Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2022 | 09:00

Ástralasíutúrinn: 9 efstir og jafnir á NSW Open

NSW Open fer fram dagarna 17.-20. mars 2022 í Concord golfklúbbnum í NSW, Ástralíu.

Eftir 1. dag eru hvorki fleiri né færri en 9 kylfingar efstir og jafnir á 64 höggum; sem er 1 höggi undir vallarmetinu, 65 höggum, sem Ewan Porter átti.

Sem sagt vallarmetið brotið nífalt þegar fyrsta mótsdag.

Þeir sem komu í hús á 64 voru allt ástralskir kylfingar, þar sem Jake McLeod er e.t.v. þekktastur hérlendis.  Sjá eldri kynningu Golf 1 á McLeod með því að SMELLA HÉR:

Hinir eru:  Harrison Crowe, Anthony Quayle, Dimitrios Papadatos, Jarryd Felton, Jordan Zunic, Darren Beck, Charlie Dann og Deyen Lawson.

Kannski einhver þessara kylfinga eigi eftir að slá í gegn á alþjóðavettvangi eins og Cam Smith hefir gert á undan þeim.

Sjá má stöðuna á NSW Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Dimitrios Papadatos