Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2015 | 09:00

Ástæður þess að Feherty vorkennir Tiger

David Feherty hélt aldrei að hann myndi vorkenna manni sem á að því að metið er $600 milljónir í hreinar tekjur.

En eftir að hafa fylgst með nýlegu fjölmiðlafári í kringum ákvörðun Tiger að taka sér frí frá golfi þá gat þessi golfsérfræðingur CBS og Golf Channel ekki annað en að vorkenna fyrrum nr. 1 á heimslistanum.

Reyndar er Tiger dottinn niður í 79. sætið á heimslistanum í þessari viku, en það er lágpunktur ferils hans frá upphafi.

S.l. 18 ár hafa sjónvarpsupptökurvélar fylgst með honum (Tiger) frá því að hann kemur á bílastæðið (að klúbbhúsum þeirra golfvelli þar sem hann spilar) og þar til hann lýkur hringjum sínum“ sagði Feherty. „Það er skömm, í alvörunni, að við höfum ekki veitt honum neitt einkalíf eða snefil af virðingu. Jafnvel í þessum síðasta hluta (Tiger-leikritsins) þegar hann virtist svo niðurbrotinn og allt loft úr honum; þegar manni virtist ímynd hans vera einhvers sem vildi fleygja sér í ruslið, þá fylgdumst við með þegar hann fór í bíl sinn, átti í vandræðum með að fara úr skónum og keyrði síðan í burtu.“

Ég meina það, í alvörunni! Þetta er bara alveg nóg. Ég hélt aldrei að ég myndi vorkenna honum (Tiger), en ég geri það.“

Þeir sem draga hæfileika Tiger á endurkomu í efa fjölgar en Feherty er ekki einn þeirra. Áður en Tiger fór í frí var Feherty fastur fyrir sem naut, varðandi líkur sem hann taldi að hinn 39 ára Tiger ætti á að sigra í risamóti nú í ár. Í viðtali við „For the Win“ í febrúar s.l. sagði hann að „það væru sterkar líkur á að hann myndi sigra á einu (risamóti) nú í ár (2015).“  Jafnvel nú í á þessum síðustu og verstu hvað varðar slæmt gengi Tiger og þá staðreynd að hann hefir ekki sigrað í risamóti í 7 ár, þ.e. síðan 2008, þá trúir Feherty enn á Tiger.

Ég hef verið viðstaddur u.þ.b. 50-60 af sigrum hans (Tiger),“ sagði Feherty. „Þegar hann (Tiger) er að spila vel, er enginn annar sem getur sigrað.  Ef honum tekst endurkoman og er stöðugur og kemst í gegnum öll vandamálin sem hann hefir, þá held ég að mikið sé eftir í honum!