Ástæður þess að Feherty vorkennir Tiger
David Feherty hélt aldrei að hann myndi vorkenna manni sem á að því að metið er $600 milljónir í hreinar tekjur.
En eftir að hafa fylgst með nýlegu fjölmiðlafári í kringum ákvörðun Tiger að taka sér frí frá golfi þá gat þessi golfsérfræðingur CBS og Golf Channel ekki annað en að vorkenna fyrrum nr. 1 á heimslistanum.
Reyndar er Tiger dottinn niður í 79. sætið á heimslistanum í þessari viku, en það er lágpunktur ferils hans frá upphafi.
„S.l. 18 ár hafa sjónvarpsupptökurvélar fylgst með honum (Tiger) frá því að hann kemur á bílastæðið (að klúbbhúsum þeirra golfvelli þar sem hann spilar) og þar til hann lýkur hringjum sínum“ sagði Feherty. „Það er skömm, í alvörunni, að við höfum ekki veitt honum neitt einkalíf eða snefil af virðingu. Jafnvel í þessum síðasta hluta (Tiger-leikritsins) þegar hann virtist svo niðurbrotinn og allt loft úr honum; þegar manni virtist ímynd hans vera einhvers sem vildi fleygja sér í ruslið, þá fylgdumst við með þegar hann fór í bíl sinn, átti í vandræðum með að fara úr skónum og keyrði síðan í burtu.“
„Ég meina það, í alvörunni! Þetta er bara alveg nóg. Ég hélt aldrei að ég myndi vorkenna honum (Tiger), en ég geri það.“
Þeir sem draga hæfileika Tiger á endurkomu í efa fjölgar en Feherty er ekki einn þeirra. Áður en Tiger fór í frí var Feherty fastur fyrir sem naut, varðandi líkur sem hann taldi að hinn 39 ára Tiger ætti á að sigra í risamóti nú í ár. Í viðtali við „For the Win“ í febrúar s.l. sagði hann að „það væru sterkar líkur á að hann myndi sigra á einu (risamóti) nú í ár (2015).“ Jafnvel nú í á þessum síðustu og verstu hvað varðar slæmt gengi Tiger og þá staðreynd að hann hefir ekki sigrað í risamóti í 7 ár, þ.e. síðan 2008, þá trúir Feherty enn á Tiger.
„Ég hef verið viðstaddur u.þ.b. 50-60 af sigrum hans (Tiger),“ sagði Feherty. „Þegar hann (Tiger) er að spila vel, er enginn annar sem getur sigrað. Ef honum tekst endurkoman og er stöðugur og kemst í gegnum öll vandamálin sem hann hefir, þá held ég að mikið sé eftir í honum!„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
