Ástæður deilu DeChambeau og Koepka (2/2)
Deila sem virðist hafa byrjað 2019 milli bandarísku PGA Tour kylfinganna Bryson DeChambeau og Brooks Koepka hefir stigmagnast og virðist eiga upphaf sitt í einu kommenti Koepka um hægan leik Dechambeau.
Deilan hefir stigmagnast svo að hún er farin að hafa áhrif á golfleik DeChambeau, s.s. sást sl. sunnudag þegar áhangendur, sem blandast hafa í deilurnar voru með truflandi hróp að DeChambeau.

Brooks Koepka í ESPN Body Issue í jan 2020
Í janúar 2020 gerði DeChambeau grín að útliti Koepka í ESPN Body Issue.
Á Fortnite Twitch streymi skaut DeChambeau á myndirnar af Koepka í Body Issue og þar með útlit hans.
„Mér finnst hann ekki einu sinni genitískt líta vel út,“ sagði DeChambeau. „Sáuð þið Body Issue? Hann er ekki með neina magavöðva. Ég er með magavöðva. „
Koepka svaraði fyrir sig á Twitter en sagðist vera með fleiri risatitla en DeChambeau.
Nú var komið að Koepka að gera grín að DeChambeau.
Á WGC-FedEx St. Jude móti sl. árs komst DeChambeau í golffréttafyrirsagnir, þegar hann óskaði eftir lausn, þar sem hann hélt að það gætu verið maurur á sjöundu holu TPC Southwind. Honum var neitað og hann fékk tvöfaldan skolla.
Daginn eftir sló Koepka bolta sinn á svipaðan stað. Eftir að hafa tekið nokkrar æfingasveiflur benti hann á stað einn á jörðinni með kylfu sinni.
„Þarna er maur,“ sagði Koepka við kaddý sinn.
„Nei, ég er bara að grínast,“ sagði Koepka eftir að kaddýinn hans ætlaði að líta á maurinn.
Koepka að hæðast að DeChambeau.
___________
Allt var rólegt í Koepka/DeChambeau deilunni fram að maí 2021, þegar fölsk friðsæl framhliðin á samskiptum þeirra hrundi til grunna. Ef þið misstuð af þessu, þá er þetta það sem gerðist: Brooks Koepka var í viðtali við Todd Lewis á Golf Channel eftir annan hring PGA meistaramótsins 2021. Í miðju viðtali gengur Bryson DeChambeau og kaddý hans fram hjá, og DeChambeau segir eitthvað óheyrilegt við kaddý sinn. Koepka er sýnilega pirraður, rúllar augunum og sagði: „Ég man ekki hvað ég ætlaði að segja,“ Lewis stingur upp á að viðtalið verði endurupptekið.
Ætlunin var eflaust að klippa senuna með DeChambeau úr, en myndskeiðinu var lekið og það skoðað milljónum sinnum áður en það var fjarlægt. Skaðinn skeður og deilan milli Brooks og Bryson komin á fullt aftur.
Enn er ekki komið á hreint hvað var nákvæmlega það sem olli viðbrögðum Koepka í myndbandinu, en margir veltu því fyrir sér að það væri hljóðið úr málmtökkum DeChambeau á kerrustígnum. DeChambeau skrifaði: „Þú veist að þú getur lagað takkaför núna,“ og bætti við broskarli á Instagram undir bút af myndbandinu.
_____________
Rétt um það leyti sem myndbandinu var lekið bárust fréttir af því að DeChambeau myndi spila í „The Match“ með Aron Rodgers á móti Phil Mickelson, sem paraður yrði með Tom Brady í Montana 6. júlí nú í ár. Viðbrögð Koepka við þessari frétt voru þau að hann tvítaði: „Sorry bro @AaronRodgers12″. sem útleggst svo mikið sem „Vorkenni þér Aaron Rodgers vinur (að þurfa að spila við DeChambeau)“
Og DeChambeau svaraði tvíti Koepka svona: „@BKoepka It’s nice to be living rent free in your head!“ Látið standa óþýtt.
Brooks Koepka svaraði með myndskeiði þar sem hann er að slá og einhver segir „Alright Brooksy“ og Brooks svarar: „Whoever is calling me Brooksy needs to get out of here.„
Ekki mjög vinalegt í garð DeChambeau. Sá hins vegar tvítaði enn á ný: „Enough is enough„
________________
En svo var þó alls ekki.
Þetta „Brooksy“ myndband sem Koepka deildi hvatti áfram áhangendur, sem vildu ráðast á DeChambeau. Á Memorial mótinu í Ohio voru 3 áhangendur fjarlægðir fyrir að hafa pirrað DeChambeau með því að hrópa gælunafn Koepka að honum.
En eftir hringinn fullyrti DeChambeau að sönglið hefði ekki truflað hann. „Ó, þetta voru alls ekki ávirðingar, það var dásamlegt. Mér finnst það algjörlega „flatterandi“ hvað þeir eru að gera, “sagði hann. „Þeir geta kallað mig þetta allan daginn ef þeir vilja, ég hef ekkert á móti því.“
Jafnvel þó Koepka hafi ekki einu sinni spilað á Memorial, þá bauð hann þeim „hvers tími var styttur“ (ens. who´s time was cut short) m.ö.o. þeim sem hent var út, bjór frá Michelob bjórframleiðandanum, sem er einn styrktaraðila Koepka.
Hann tvítaði: „Capping off a long day with
@MichelobULTRA
! Thanks for all the support today. Also, we’ve got something for you…“
DeChambeau svaraði: „If he keeps talking about me, that’s great for the PIP fund.”
(Lausleg þýðing: Ef hann er enn að tala um mig þá er það fínt fyrir PIP sjóðinn.“
PIP sjóðurinn “Player Impact Fund” veitir topp 10 kylfingunum bónus úr $40 milljóna sjóði, en veitingin er bundin því hversu vinsæll leikmaðurinn er á félagsmiðlum.“
__________________
Á þessum tímapunkti voru menn farnir að velt fyrir sér hversu góð deila DeChambeau og Koepka væri fyrir virðingu golfleiksins.
Koepka var ákveðinn að þessi þræta við DeChambeau væri bara góð fyrir golfið.
Hann sagði m.a.: „Mér finnst allt í lagi allt sem ég geri. Ég lifi í raun ekki með eftirsjá, “ „Þetta er ekkert sem leggst illa í mig. Allir sem ég hef talað við segja að þetta sé bara það sem það er og maður verði bara að halda áfram. Ég held að þetta sé gott fyrir leikinn. Ég tel svo virkilega vera. Sú staðreynd að golf er á nánast öllum fréttamiðlum í um það bil tvær vikur nokkuð stöðugt, ég held að það sé gott. Það vekur athygli á (golf)leiknum og hann vex. „
Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjanna, Steve Stricker, var ekki á sama máli.
„Já, þetta er ekki að gera starf mitt auðveldara, veistu?“ sagði Stricker um deiluna. „Ég hef talað við hvorugan þeirra. En ég verð einhvern tímann að taka á því. Við sjáum hvert það fer þaðan. Vonandi geta þeir lagt misklíð sinn til hliðar Ryder vikuna, verið stórir strákar og spilað saman sem liðsfélagar. “
___________________
Sögusagnir á Opna bandaríska
Í podcasti fyrir Opna bandaríska risamótið sagði Brad Faxon að USGA (bandaríska golfsambandið) hefði viljað para DeChambeau og Koepka saman í fyrstu tveimur umferðum mótsins, en DeChambeau hefði hafnað. Sá orðrómur reyndist vera rangur, þar sem DeChambeau, Koepka og USGA þvertóku fyrir nokkrar áætlanir þar um.
Opna bandaríska risamótið var fyrsta mótið þar sem báðir DeChambeau og Koepka spiluðu í frá PGA meistaramótinu. Báðir gerðu lítið og deilum milli sín á blaðamannafundum sínum fyrir mótið. Þeir spiluðu á gagnstæðum endum í rástíma á Opna bandaríska.
Hins vegar tók Todd Lewis á Golf Channel viðtal við Koepka og aftur sást til DeChambeau, þar sem hann labbar fyrir aftan þá og er að koma sér í mynd og veifar …. auðvitað til að pirra Koepka.
Aðspurður um þetta sagði DeChambeau: „Fólk hélt að ég hafi verið að gera eitthvað á PGA Championship (þegar hann laumaðist á takkaskóm framhjá), þegar ég var ekki að gera neitt. [Í dag] hins vegar bauðst svipað tækifæri og ég var bara að grínast.„
Var Koepka skemmt? No komment frá honum.
____________________
Nú þegar meira en tvö ár eru frá því að deilur þeirra Dechambeau og Koepka komist í hámæli, má velta fyrir sér hvort þeir muni hvað kom þessum misklíð af stað. Koepka gerir það. Á blaðamannafundi sínum fyrir Travelers Championship var Kopeka spurður hvort hann gæti bent á upphaf deilna sinna við DeChambeau.
Svar Koepka:
„Mér fannst þetta bara áhugavert þegar hann gekk að kaddý mínum og sagði Ricky að ef ég hefði eitthvað að segja (um hægan leik hans), þá skyldi ég segja það við hann augliti til auglitis. Mér fannst þetta svolítið skrýtið. Hann kom til kaddýsins míns en ekki til mín. Þegar við síðan töluðum saman urðum við ásáttir um eitthvað og hann gekk á bak orða sinna. Ég ber ekki mikla virðingu fyrir því.„
____________________
Og áfram hélt Koepka/DeChambeau togstreitan
Þegar DeChambeau sagði skilið við kaddý sinn, Tim Tucker,í aðdraganda að 1. hring Rocket Mortgage Classic, var Koepka ekki lengi að birta athugasemdir á samfélagsmiðlum.
Hann birti mynd af sér og kaddýnum sínum með eftirfarandi: Couldn’t do it without my guy Rick! Best friend and greatest caddie to do it💯
@RickyElliott
appreciation day!
__________________
Á blaðamannafundi sínum fyrir mótið á Opna breska 2021 í Royal St. George, var Koepka beðinn um frekari upplýsingar um upphaf deilunnar við DeChambeau. Í júnímánuði sagði Koepka að hann og DeChambeau „hefðu verið sammála um eitthvað og DeChambeau farið á bak orða sinna“ eftir að Koepka hafði látið orð falla um hægan leik og nefnt nafn DeChambeau eftir Northern Trust mótið árið 2019. En hvernig fór DeChambeau á bak orða sinna, það var ráðgáta. Koepka útskýrði: „Við vorum báðir sammála um að við myndum ekki nefna hvorn annan með nafni og láta þetta bara deyja út, nefna ekki nöfn hvers annars.“
Kopeka vísaði síðan til þess sem bandarískir fréttamenn hafa nefnt „ab jab“ þegar DeChambeau gagnrýndi myndir frá ESPN Body Issue af Koepka á meðan á Fortnite Twitch straumi stóð. Þar nefndi DeChambeau Koepka svo sannarlega á nafn!
__________________
Enn halda komment Koepka áfram.
Eftir að hafa átt lásí 1. hring á Opna breska sagði DeChambeau að drævernum sínum væri um að kenna. Koepka var ekki seinn að birta komment á borð við „Ég var að dræva frábærlega“ „Ég elska dræverinn minn„. Eða með hans orðum: “I drove the ball great… love my driver.” Einn var sá sem ekki var ánægður með ummæli DeChambeau, en það var forstjóri Cobra, Ben Schomin, sem sér DeChambeau fyrir golfútbúnaði. Um kvöldið birti DeChambeau afsökunarbeiðni og sagðist sjálfur hafa verið að spila illa, eða með hans orðum “I sucked today, not my equipment.”
________________
Það allra nýjasta í Koepka/DeChambeau dramanu er þátttaka áhangenda í PGA Tour mótinu sl. sunnudag …. þarna er kannski deilan komin á nýtt stig sem ekki er hægt að sætta sig við …..
Golf1 mun áfram fylgjast með þessum frábæru kylfingum, sem eru svo gjörólíkir, deila og gera grín hvor að öðrum 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
