Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 17:00

Ásta Birna úr leik á Opna skoska

Ásta Birna Magnúsdóttir, Golf Club Paderborn, tók þátt í Opna skoska eða The Helen Holm Scottish Women’s Open Stroke Play Championship eins og það heitir á ensku.

Hún hefir nú lokið leik og ljóst að hún komst ekki gegnum niðurskurð.

Ásta Birna byrjaði ágætlega lék á 77 höggum fyrri daginn, en var með 1o högga sveilfu milli hringja og lék á 87 óvenjulegum höggum fyrir hana í dag.

Reyndar voru skorin frekar há í dag og sú sem deilir  efsta sætinu eftir 2. dag með hinni sænsku Lindu Lundqvist, Olivia Mehaffey, frá Írlandi lék á 74 höggum, sem var 7 höggum meira en hringur hennar fyrri daginn.

Sjá má stöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR:

Ljóst er því að bæði Ásta Birna og Berglind leika hvorugar lokahringinn á morgun.