Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 17:00

Ásta Birna í 25. sæti á Brabants Open eftir 2. dag

Það eru 5 íslenskir keppendur sem taka þátt í Brabant Open: Ásta Birna Magnúsdóttir, Lippstadt og GK; Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK;     Ísak Jasonarson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG.

Mótið fer fram í Eindhovensche Golf, Valkenswaard, Hollandi og stendur dagana 15.-17. ágúst 2014.

Ásta Birna er í 25. sæti eftir 2. dag lék á 83 höggum í dag, á hring þar sem hún fékk 11 skolla.

Í gær fyrsta keppnisdag var Ásta Birna í 9. sæti eftir að hafa leikið á 4 yfir pari, 76 höggum.

Samtals er Ásta Birna því á 15 yfir pari, 159 höggum (76 83).  Lokahringurinn verður leikinn á morgun.

Verðlaun fyrir 1. sætið í kvennaflokki eru ekki síður glæsileg en í karlaflokki en það er þátttökuréttur á LET mót: Wildcard Deloitte Ladies Open 2015.

Sjá má stöðuna á 2. degi í kvennaflokki í Brabants Open með því að SMELLA HÉR: