Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 09:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (4): Kristín Vala sigraði í fl. 14 ára og yngri stelpna

Fjórða Áskorendamóti Íslandsbanka 2017 lauk á Garðavelli á Akranesi, í fyrradag, fimmtudaginn 13. júlí, með þáttöku um 65 barna og unglinga.

Frábærar vallaraðstæður og gott veður settu svip sinn á mótið sem tókst afar vel og lauk með grillveislu í boði Golfklúbbsins Leynis og verðlaunaafhendingu í golfskála.

Á Áskorendamótaröðinni keppa kylfingar sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina.

Þeir sem voru 14 ára og yngri spiluðu 18 holur. Sigurvegari í flokki 14 ára og yngri stelpna varð heimakonan Kristín Vala Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Hún lék 18 holurnar á Garðavelli á 106 glæsihöggum!

Úrslit í stelpuflokki 14 ára og yngri á 4. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka urðu eftirfarandi:

1 Kristín Vala Jónsdóttir GL 28 F 58 48 106 34 106 106 34
2 Laufey Kristín Marinósdóttir GKG 28 F 54 53 107 35 107 107 35
3 Lovísa Björk Davíðsdóttir GS 28 F 58 56 114 42 114 114 42
4 Sara Kristinsdóttir GM 28 F 54 64 118 46 118 118 46
5 Nína Kristín Gunnarsdóttir GK 28 F 61 62 123 51 123 123 51
6 Berglind Erla Baldursdóttir GM 28 F 65 61 126 54 126 126 54
7 Dagbjört Erla Baldursdóttir GM 28 F 61 65 126 54 126 126 54
8 Sara Jósafatsdóttir GK 28 F 58 68 126 54 126 126 54
9 Vilborg Erlendsdóttir GK 28 F 59 69 128 56 128 128 56
10 Heiða Rakel Rafnsdóttir GM 28 F 78 77 155 83 155 155 83