Sigurvegarar í hnátuflokki 10 ára og yngri á 4. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka. F.v.: Lilja Dís, GK 3. sæti; Fjóla Margrét, GS, sigurvegari 1. sæti og Lilja Grétarsdóttir, GR 2. sæti. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2017 | 15:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (4): Fjóla Margrét sigraði í fl. 10 ára og yngri hnáta

Fjórða Áskorendamóti Íslandsbanka 2017 lauk á Garðavelli á Akranesi í gær, fimmtudaginn 13. júlí, með þáttöku um 65 barna og unglinga.

Frábærar vallaraðstæður og gott veður settu svip sinn á mótið sem tókst afar vel og lauk með grillveislu í boði Golfklúbbsins Leynis og verðlaunaafhendingu í golfskála.

Á Áskorendamótaröðinni keppa kylfingar sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina.

Þeir sem voru 10 ára og yngri spiluðu 9 holur. Sigurvegari í flokki 10 ára og yngri hnáta varð Fjóla Margrét Viðarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja. Hún lék fyrstu 9 holur á Garðavelli á 49 glæsihöggum!

Úrslit í hnátuflokki 10 ára og yngri á 4. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka urðu eftirfarandi:

1 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 28 F 0 49 49 13 49 49 13
2 Lilja Grétarsdóttir GR 28 F 0 51 51 15 51 51 15
3 Lilja Dís Hjörleifsdóttir GK 28 F 0 53 53 17 53 53 17
4 Halla Stella Sveinbjörnsdóttir GKG 28 F 0 56 56 20 56 56 20
5 Ebba Guðríður Ægisdóttir GK 28 F 0 65 65 29 65 65 29
6 Vala María Sturludóttir GL 28 F 0 69 69 33 69 69 33
7 Elín Anna Viktorsdóttir GL 28 F 0 74 74 38 74 74 38