Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 06:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2016 (3): Ólavía Klara sigraði í stúlknaflokki!

Þann 16. júlí sl. fór fram 3. mót Áskorendamótaraðarinnar á Gufudalsvelli í Hveragerði.

Spilaðir voru 2 hringir.

Í stúlknaflokki voru 2 keppendur, en gjarnan mættu fleiri stúlkur taka þátt í þessu skemmtilega móti!

Sigurvegari í stúlkuflokki var Ólavía Klara Einarsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar, en hún lék á 37 yfir pari, 181 höggi (90 91)

Í 2. sæti varð heimakonan Hafdís Ósk Hrannarsdóttir, GHG, á samtals 63 yfir pari, 207 höggum (100 107).